Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Gíslason, skáld

(18. öld)

Bóndi á Ánastöðum. Talinn hafa lært í 3 ár í Hólaskóla, setzt síðan að föðurleifð sinni. Hóf aftur siglingar á Strendur, en þær höfðu þá legið lengi niðri, og orkti um Strandleiðarrímu (í hdr. í Lbs.), lýsir boðum, skerjum, grynningum o.s.frv.

Kona: Sigríður Árnadóttir lögréttumanns að Ásgeirsá og Espihóli, Daðasonar (EM. Frmt.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.