Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Gíslason

(um 1646–1714)

Prestur.

Foreldrar: Gísli bóndi Jónsson á Högnastöðum í Hreppum og kona hans Kristín (föðurnafns er ekki getið) frá Berghyl. Brynjólfur byskup tók hann að sér 7 ára gamlan og lét hann læra í Skálholtsskóla. Síðan var hann í þjónustu (skrifari) Brynjólfs byskups, heyrari í Skálholtsskóla veturinn 1669–"0, vígðist sumarið 1672 kirkjuprestur að Skálholti, fekk Hof í Vopnafirði 11. ág. 1674, fluttist þangað vorið 1675, lét þar af prestskap 1712, fluttist þá að Syðri Vík í Vopnafirði (sem Brynjólfur byskup hafði gefið honum) og andaðist þar; enn á lífi 20. maí 1714. Brynjólfur byskup lætur mjög af gáfum hans og mannkostum í bréfi 9. maí 1675.

Kona 1: Björg Vigfúsdóttir prests að Hofi í Vopnafirði, Árnasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Brynjólfur að Hálsi í Hamarsfirði, Sveinn, Jón, Vigfús í Syðri Vík.

Kona 2: Katrín (f. um 1668) Vilhjálmsdóttir á Hámundarstöðum í Vopnafirði, Jóhannssonar.

Sonur þeirra: Gísli (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.