Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Gíslason

(1777–6. febr. 1816)

Prestur. F. að Flóagafli.

Foreldrar: Síra Gísli Ólafsson á Breiðabólstað á Skógarströnd og kona hans Gunnhildur Jónsdóttir eldra lögréttumanns að Háafelli, Vigfússonar. Nam skólalærdóm hjá móðurbræðrum sínum, síra Vigfúsi í Miklaholti og síra Arngrími á Melum. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1793, stúdent 31. maí 1794, með góðum vitnisburði, var síðan ýmist hjá foreldrum sínum eða öðrum við kennslu og skriftir, vígðist 6. mars 1803 aðstoðarprestur föður síns og gegndi prestakallinu eftir lát hans, til vors 1811.

Varð þá embætttislaus, enda orðinn geðbilaður og nokkuð vínhneigður, fór eftir það um og hafðist einkum við hjá prestum, varð úti, ókv. og bl. (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.