Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Gíslason

(17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Bjarnason á Stað í Grindavík og f.k. hans Guðrún Pálsdóttir frá Hólmi í Leiru. Vígðist 20. okt. 1633 aðstoðarprestur föður síns og jafnframt settur til að þjóna Kirkjuvogssókn, fekk Hvalsnes 17. jan. 1634, missti prestskap seint á árinu 1635 eða snemma árs 1636, er hann varð uppvís að því að samsænga konu bóndans í Kirkjuvogi, þar er hann var til heimilis (sakeyrisreikningar Kjalarnesþings 1635–6). hefir síðan um hríð átt heima í Grindavík, en fluttist að Krýsivík um 1650, býr þar enn 23. jan. 1659, en vorið 1661 er kominn þangað nýr ábúandi, svo að síra Ólafur hefir líklega andazt um 1660.

Kona: Guðríður Jónsdóttir (og Ástu Eyjólfsdóttur, systur Kláusar að Hólmum).

Börn þeirra: Gísli lögréttumaður í Ytri Njarðvík, Sigríður átti Halldór Bjarnason að Stotalæk (Stokkalæk) á Rangárvöllum (HpÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.