Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Gíslason

(14. jan. 1809 – 18. mars 1889)

. Hreppstjóri, hafnsögumaður. Foreldrar: Gísli verzlunarmaður Erlendsson á Akureyri og kona hans Helga (d. 21. sept. 1872, 84 ára) Magnúsdóttir frá Skjaldarstöðum í Öxnadal. Var formaður á jöktum á yngri árum og sótti eina til Kaupmannahafnar 1859.

Talinn mikill sægarpur. Bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði yfir 40 ár; jafnframt hafnsögumaður við Húnaflóa; sinnti hvorutveggja til æviloka. Hreppstjóri í Bæjarhreppi, sáttanefndarmaður. Kona: Ingibjörg (d. Í. febr. 1894, 74 ára) Þorláksdóttir á Vöglum, Þorlákssonar.

Þau áttu eigi börn, er lifðu, en ólu upp mörg börn annarra manna (kirkjubækur; FJ. Þjóðhættir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.