Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Guðmundsson

(um 1537–um 1609)

Prestur, skáld.

Hann var bróðir síra Sigfúsar á Stað í Kinn, og eru foreldrar þeirra taldir búandi á Svalbarðsströnd. Eftir skjölum 1561–3 virðist hann vera heimilisprestur að Skriðu (Rauðaskriðu), fekk Sauðanes 1567 (að því er virðist) og hélt til æviloka. Hann átti mikið í sálmaþýðingum í sálmabók og grallara Guðbrands byskups, en fátt frumorkt, lítið eitt er pr. í Vísnabók, en nokkur kvæði eru varðveitt í handritum (í Lbs., AM. og í Advocates' Library í Edinb. 21.7.17: Þrettán jólasálmar), þar í rímvísur og jólaskrá. Var maður vel að sér og mikils metinn.

Kona Í: Ólöf Magnúsdóttir prests í Eyjafirði, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Magnús í Sauðanesi, síra Sigurður á Refsstöðum, síra Guðmundur í Einholti, síra Hallgrímur að Hofi á Skagaströnd, síra Ketill á Kálfafellsstað, Guðlaug átti Jón Þórarinsson prests á Skinnastöðum, Sigmundssonar, Ragnhildur átti Sigurð í Hellisfirði (föðurnafn ekki greint), Ingibjörg átti Odd Hallsson prests í Kirkjubæ, Högnasonar, Járngerður átti Magnús á Sleðbrjót (föðurnafn ekki greint).

Kona 2: Ingibjörg (föðurnafn ekki greint). Synir þeirra: Síra Jón að Sandfelli, Ásmundur blindi að Hrafnabjörgum (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.