Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Guðmundsson

(7. júlí 1832 – 28. mars 1887)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Guðmundur (d. 10. jan. 1858, 63 ára) Pálsson í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og kona hans Þórunn (d. 27. okt. 1853, 62 ára) Ólafsdóttir í Tjarnarhúsum á Seltjarnarnesi, Sigurðssonar. Bóndi í Mýrarhúsum frá 1860 til æviloka.

Hreppstjóri í Seltjarnarnesshreppi. Aðalhvatamaður að stofnun barnaskóla í Mýrarhúsum 1875. Kona 1 (19.maí 1860): Karitas (d. 31. maí 1870, 29 ára) Runólfsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar. Börn þeirra: Halldóra kaupkona í Rv., Þórunn átti síra Ólaf Finnsson í Kálfholti, Runólfur. í Mýrarhúsum, Guðmundur í Nýjabæ, Guðríður átti síra Jón Arason á Húsavík, Guðrún Diljá átti Sigurð Sigurðsson á Fiskilæk. Kona 2 (25. okt. 1873): Anna (d. 28. júní 1904, 75 ára) Björnsdóttir á Möðruvöllum í Kjós, Kortssonar. Börn þeirra: Karitas átti Ólaf steinsmið Pétursson í Rv., Helga óg., Rannveig átti Sigurð bakarameistara Hjaltested, Ingibjörg átti Sigurð skipstjóra Pétursson, Björn skipstjóri í Mýrarhúsum, Ingunn átti Ásgeir G. Gunnlaugsson kaupmann í Rv. (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.