Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Guðmundsson

(28. maí 1865 – 20. maí 1947)
. Ferjumaður, Foreldrar: Guðmundur Benediktsson í Burðarholti (hjá Sandhólaferju) og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir, Einarssonar (prests í Guttormshaga, Þorleifssonar). Ólst upp á Sandhólaferju og gerðist ungur aðalferjumaður þar. Hafði þann starfa á hendi, þar til Þjórsá var brúuð og lögferja lögð niður. Talinn mikill afreksmaður í starfi sínu, orðlagður fyrir röggsemi og karlmennsku í mannraunum og hjálpfýsi við ferðamenn, en missti heilsuna á bezta aldri. Kvæntist ekki, en bjó lengi með Marenu Einarsdóttur í Miðkoti í Þykkvabæ, Einarssonar. Sonur þeirra: Kjartan fyrr bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Sonur Ólafs með Ingveldi Jónsdóttur: Jón innheimtumaður í Rv. (Oddur Oddsson: Sagnir og þjóðhættir; Lögrétta 4. mars 1931; dagbl. í Rv. 30. maí 1947).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.