Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Guðmundsson

(23. nóv. 1796–16. janúar 1867)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur spítalahaldari Ólafsson á Hallbjarnareyri, síðar á Sveinsstöðum, og kona hans Katrín Magnúsdóttir á Kóngsbakka, Bjarnasonar. Lærði 1 vetur undir skóla hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni. Tekinn í Bessastaðaskóla 1811, stúdent 1818 með góðum vitnisburði, var síðan í ár skrifari Magnúsar Stephensens í Viðey, þá hjá foreldrum sínum 2 ár að mestu, en þó um tíma skrifari Bonnesens sýslumanns, þá í Snæfellsnessýslu, og að fullu 1821, settur þar sýslumaður í utanför hans 1821–2 og aftur um tíma 1823 eftir að Bonnesen tók við Rangárþingi, bjó síðan á Sveinsstöðum, vígðist 25. sept. 1825 aðstoðarprestur síra Jóns Ásgeirssonar í Nesþingum og gegndi prestakallinu hátt á annað ár eftir lát hans, fekk Hjaltabakka 18. jan. 1841, Höskuldsstaði 18. sept. 1862, fluttist þangað vorið 1863, lét þar af prestskap 1866, andaðist að Syðra Hóli. Hann var lengi brjóstveikur, en sterkur, vel efnum búinn, glaðvær og gestrisinn, vel látinn.

Kona 1 (". júlí 1824): Þorkatla (f. um 1804, d. 8. febr. 1841) Torfadóttir í Kolviðarnesi, Þorbjarnarsonar. Af börnum þeirra komust upp: Guðmundur söðlasmiður, fór til Vesturheims, Katrín Guðríður átti Kristin Ólafsson að Efra Skúfi (fóru til Vesturheims), Einara (fór til Vesturheims).

Kona 2 (8. okt. 1841): Bergljót (f . 1819, d. 16. júlí 1872) Jónasdóttur í Hallsbæ á Snæfellsnesi, Jónssonar. Hún varð síðar þriðja kona síra Jakobs Finnbogasonar í Steinnesi; bl. með báðum mönnum sínum (Bessastsk.: Vitæ ord. 1825; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.