Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Guðmundsson

(16. öld)

Prestur í Hjarðarholti.

Kemur fyrst við skjöl 1523, nefndur prófastur 1530, tók við Reykholti 1537, en hefir dáið skömmu síðar á því ári eða í. hl. árs 1538.

Foreldrar: Guðmundur Andrésson að Felli og kona hans Jarþrúður Þorleifsdóttir hirðstjóra Björnssonar.

Börn hans með Ingiríði Guðmundsdóttur (systur Daða í Snóksdal): Jón sterki að Svarfhóli í Laxárdal, Ólafur í Fagradal, Þórunn átti síra Einar Marteinsson á Staðastað, Guðlaug átti Þórð að Kirkjufelli Þórðarson, Ásmundssonar. Að auki var sonur síra Ólafs (með annarri konu): Jón sterki að Hörðubóli. Ingiríður Guðmundsdóttir átti síðar síra Pétur Einarsson í Hjarðarholti (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; JH. Prest.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.