Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Guðmundsson

(15. og 16. öld)

Sýslumaður í Þernuvík. Faðir: Guðmundur Þórðarson í Skötufirði. Hefir haldið Dalasýslu um 1513 og nokkuru þar eftir, síðan Ísafjarðarsýslu frá því skömmu eftir lát Björns Guðnasonar. Kemur síðast við skjöl 1543.

Kona 1: Sofía Narfadóttir sýslumanns í Fagradal, Sigurðssonar. Barn þeirra: Jón sýslumaður í Hjarðardal.

Kona 2: Þorbjörg Guðmundsdóttir lögrm. í Snóksdal, Finnssonar.

Börn þeirra: Finnur, Sofía átti Þorgils Jónsson (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.