Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Guðmundsson

(15. og 16. öld)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson að Reykjum í Miðfirði og kona hans Bergljót Sigmundsdóttir prests í Miklabæ, Steinþórssonar. Kemur fyrst við skjöl 1507, síðast 1542. Var prestur að Undornfelli. Var í fóstri hjá móðurbróður sínum, Jóni lögmanni Sigmundssyni, og þókti Guðbrandi byskupi, frænda hans, hann gjalda illa fósturlaunin og nefndi hann (eftir móður hans) „Beggu-Láfa“. Vitnisburðir eru til, sem bendla síra Ólaf við faðerni Jóns, sem kallaður var Þorfinnuson (Dipl. Isl.; Morðbréfabækl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.