Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Gunnlaugsson

(1688–10. júlí 1784)

Skáld í Svefneyjum.

Foreldrar: Gunnlaugur Ólafsson í Svefneyjum og kona hans Ragnhildur Brandsdóttir, Sveinssonar. Hefir orkt margt (sjá handrit í Lbs. og víðar); var merkisbóndi og athafnamaður. Andaðist að Setbergi í Eyrarsveit.

Kona: Ragnhildur Sigurðardóttir lögsagnara að Firði á Skálmarnesi, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Eggert skáld, varalögmaður, Jón guðfræðingur og fornfræðingur, Magnús lögmaður að Meðalfelli, Jón stúdent yngri, Rannveig átti síra Björn Halldórsson síðast að Setbergi, Guðrún 4 átti síra Vigfús Jónsson í Miklaholti (BB. Sýsl.; sjá einkum Vilhj. Þ. Gíslason: Eggert Ólafsson).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.