Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Gunnarsson

(23. sept. 1885–15. jan. 1927)

Læknir.

Foreldrar: Gunnar Ólafsson að Lóni í Viðvíkursveit (albróðir Björns augnlæknis) og kona hans Guðný Jónsdóttir prests í Reykholti, Þorvarðssonar. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1902, stúdent 1907, með 1. einkunn (86 st.), úr læknadeild háskóla Ísl. 13. febr. 1912, með 1. einkunn (1731 st.). Var í spítölum í Kh. og Berlín 1912–13, lagði einkum stund á skekkjulækningar. Stundaði lækningar í Rv. frá okt. 1913, settur 23. sept. 1915 (frá 1. okt.) og skipaður 3. nóv. s. á. héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði, fekk lausn 27. mars 1925. Stundaði frá vori 1924 lækningar í Rv. og jafnframt frá 1. jan. 1926 með styrk úr landsjóði um Kjósarsýslu. Greinar í Læknablaði.

Kona (20. sept. 1913): Ragna (f. 22. okt. 1887) Gunnarsdóttir kaupmanns í Rv., Gunnarssonar.

Börn þeirra: Nanna cand. phil., bankaritari í Rv., Sigrún, Kristín, Björn, Gunnar, Ólafur (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.