Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Gizurarson

(um 1700 46–13. dec. 1734)

Prestur.

Foreldrar: Gizur lögréttumaður Guðmundsson á Valdastöðum í Kjós og kona hans Guðný Ólafsdóttir smiðs í Hvammi í Kjós, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1716, stúdent 1722, gekk þá í þjónustu Sigurðar alþingisskrifara Sigurðssonar, en fór sama haust í þjónustu Jóns byskups Árnasonar og var þar fram á vetur 1727, og gaf byskup honum góðan vitnisburð, nefnir þó, að honum sé „hætt við að drekka, þó ekki með jafnaði“, reri vetrarvertíðina 1727 á Suðurnesjum, stóð til, að hann gengi í þjónustu Páls lögmanns Vídalíns, en mun hafa orðið skrifari Steins byskups, fekk Þingeyraklaustursprestakall 1728, vígðist 3. dec. s.á., Var og lagt fyrir hann 3. nóv. 1731 að þjóna Undornfellsprestakalli, varð 1732 fyrir kæru sóknarmanna þar fyrir vanrækslu í prestsverkum, var af byskupi stefnt fyrir prestastefnu á Flugumýri 14. okt. 1732 (kom þangað ekki), með þeim úrslitum, að hann skyldi hlýða byskupi, ef hann vildi ekki verða fyrir ákæru og hegningu. Hann varð úti á Húnavatni, ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.