Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ólafur Finsen (Hannesson)
(22. maí 1793–24. febr. 1836)
Yfirdómari.
Foreldrar: Hannes byskup Finnsson og s.k. hans Valgerður Jónsdóttir sýslumanns að Móeiðarhvoli, Jónssonar, Stúdent úr heimaskóla 1814 frá Steingrími síðar byskupi Jónssyni. Tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1814–15, með 2. einkunn, próf í lögfræði 7. okt. 1817, með Í. einkunn í bóklegu, 2. einkunn í verklegu. Settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 12. sept. 1818, fekk sýsluna 5. maí 1821, jafnframt settur yfirdómari í landsyfirdómi 1833, fekk það embætti 18. apr. 1834 og hélt til æviloka, gegndi og landog bæjarfógetastörfum í Rv. frá sumri 1831 fram á 1832, stiftamtmannsstarfi 1834–6.
Varð kammerráð 8. maí 1832.
Kona (18. ág. 1820): María Nikolína (f. 28. ág. 1803, d. 27. nóv. 1886) Óladóttir kaupmanns Möllers í Rv.
Börn þeirra, sem upp komust: Vilhjálmur Lúðvík hæstaréttardómari, Jón Constant stiftslæknir á Lálandi, Hannes Kr. Steingr. stiftamtmaður í Rípum, Óli Pétur póstmeistari í Rv., Valgerður s.k. síra Halldórs Jónssonar að Hofi í Vopnafirði (BB. Sýsl.; Tímarit bmf. 1882).
Yfirdómari.
Foreldrar: Hannes byskup Finnsson og s.k. hans Valgerður Jónsdóttir sýslumanns að Móeiðarhvoli, Jónssonar, Stúdent úr heimaskóla 1814 frá Steingrími síðar byskupi Jónssyni. Tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1814–15, með 2. einkunn, próf í lögfræði 7. okt. 1817, með Í. einkunn í bóklegu, 2. einkunn í verklegu. Settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 12. sept. 1818, fekk sýsluna 5. maí 1821, jafnframt settur yfirdómari í landsyfirdómi 1833, fekk það embætti 18. apr. 1834 og hélt til æviloka, gegndi og landog bæjarfógetastörfum í Rv. frá sumri 1831 fram á 1832, stiftamtmannsstarfi 1834–6.
Varð kammerráð 8. maí 1832.
Kona (18. ág. 1820): María Nikolína (f. 28. ág. 1803, d. 27. nóv. 1886) Óladóttir kaupmanns Möllers í Rv.
Börn þeirra, sem upp komust: Vilhjálmur Lúðvík hæstaréttardómari, Jón Constant stiftslæknir á Lálandi, Hannes Kr. Steingr. stiftamtmaður í Rípum, Óli Pétur póstmeistari í Rv., Valgerður s.k. síra Halldórs Jónssonar að Hofi í Vopnafirði (BB. Sýsl.; Tímarit bmf. 1882).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.