Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Finnsson

(16. nóv. 1856–6. nóv. 1920)

Prestur.

Foreldrar: Finnur að Meðalfelli í Kjós Einarsson (prests, Pálssonar) og kona hans Kristín Stefánsdóttir prests á Reynivöllum, Stephensens. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1880, stúdent 1886, með 1. einkunn (89 st.), próf úr prestaskóla 1888, með 2. einkunn betri (35 st.). Vígðist 30. sept. 1888 aðstoðarprestur síra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum, fekk Kálfholt 14. jan. 1890 og hélt til æviloka.

Kona (27. nóv. 1889): Þórunn (f. 5. maí 1863, d. 17. ág. 1917) Ólafsdóttir í Mýrarhúsum, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Halldóra átti Sigurð skólameistara Guðmundsson á Ak., Kristín átti Ásgeir kaupm. Ólafsson í Rv., Stefán bókhaldari í Rv. (Bjarmi, 14. árg.; BjM. Guðfr.; Lögrétta 1920; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.