Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Felixson

(20. ág. 1863–27. mars 1933)

Blaðamaður.

Foreldrar: Felix Guðmundsson á Ægisíðu í Holtum og kona hans Helga Jónsdóttir í Hlíðarendakoti (Ólafssonar prests að Eyvindarhólum, Pálssonar).

Fór ungur til Noregs og lagði þar lengi fyrir sig blaðamennsku, einkum í Álasundi.

Ritstjóri að Heimhug og Söndmöre Folketidende. Var aðalhöf. að bókinni „Fra Islands Næringsliv“, Kria 1914. Var síðustu ár ævinnar í Rv. og andaðist þar.

Kona hans var norsk (Gertrud Aslaksdatter), og ílendust 2 börn þeirra (Kjartan og Helga) í Noregi, Áslaug (Óðinn VITI; Br7.; B. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.