Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Eyjólfsson

(24. nóv.? 1787–31. jan. 1858)

Bóndi. 41

Foreldrar: Eyjólfur Jónsson í Fagraskógi og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Bjó um hríð á Uppsölum í Eyjafirði, dvaldist síðan á Laugalandi syðra og hefir skrifað upp margt rímna og kvæða Sigfúsar dbrm. Jónssonar, sem átti systur hans (sjá Lbs.); hefir orkt lítið eitt sjálfur (sjá hdr. í Lbs.). Dó í Sigtúnum.

Sonur hans og Þórunnar Nikulásdóttur: Erlendur bókbindari á Akureyri (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.