Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Erlendsson

(– – 25. nóv. 1650)

Prestur,

Foreldrar: Síra Erlendur Pálsson á Breiðabólstað í Vesturhópi og fyrsta kona hans Björg Kráksdóttir, Hallvarðssonar (hálfsystir Guðbrands byskups). Hefir lært í Hólaskóla og síðan í háskólanum í Kh., fekk 30. jan. 1595 vonarbréf fyrir Breiðabólstað í Vesturhópi, hefir síðan orðið kirkjuprestur eða aðstoðarkirkjuprestur að Hólum (er orðinn prestur þar 1598), fekk Munkaþverárprestakall 1604; var þar vikið frá prestskap 1605 af byskupi, fyrir að hafa skírt 2 börn eftir Calvínslærdómi, og samþykkti höfuðsmaður það í bili, en veik úrskurðinum til konungs, og hefir hann þá fengið Munkaþverá aftur (þar er hann enn 1608); vera má, að hann hafi 1608 orðið aðstoðarprestur föður síns (ef hann hefir ekki haldið áfram Munkaþverárprestakalli), en víst er, að hann fekk Breiðabólstað í Vesturhópi 1612, eftir lát föður síns, lét þar af prestskap 1649. Hann átti deilur við mág sinn, Teit Björnsson á Holtastöðum (sjá Alþb. Ísl.).

Kona: Sigríður Þorvarðsdóttir, Brandssonar (Moldar-Brands).

Börn þeirra: Síra Erlendur á Mel, síra Þorvarður á Breiðabólstað í Vesturhópi, Gísli á Ánastöðum á Vatnsnesi, Björg átti síra Svein Jónsson á Barði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.