Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Erlendsson

(um 1746–12. mars 1790)

Lögsagnari.

Foreldrar: Erlendur sýslumaður Ólafsson að Hóli í Bolungarvík og kona hans Birgitta María Kvist. Hann mun ekki hafa verið stúdent. Var settur 23. ágúst 1768 til aðstoðar föður sínum í öðru en dómaraverkum, fór utan 1769 og sókti um að verða eftirmaður föður síns, en fekk ekki. Varð aftur lögsagnari 1772–4. Hélt Ísafjarðarjarðir konungs. Talinn skýr maður og fekk gott orð, en nokkuð vínhneigður. Bjó í Hjarðardal ytra í Önundarfirði og andaðist þar.

Kona: Ástríður Magnúsdóttir Prests að Vatnsfirði, Teitssonar,

Börn þeirra, sem upp komust: Ólafur fór utan og varð hermaður, Kristján kaupmaður á Vatneyri og í Kh. (fórst 1819 á skipi á leið til Íslands), Páll VerzIm. í Ólafsvík, Jón verzlm., Friðrik drukknaði, Kristjana átti Árna Ketilsson, Ingibjörg átti Árna Helgason, Elín bl. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.