Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Eiríksson

(1749–12. nóv. 1790)

Prestur.

Foreldrar: Eiríkur Jónsson að Skálafelli og Hólmi í Hornafirði og kona hans Steinunn Jónsdóttir að Hofi í Öræfum, Vigfússonar.

F. að Hólmi. Lærði (að tilhlutan Jóns konferenzráðs, bróður síns), hjá síra Vigfúsi Jónssyni í Stöð, móðurbróður sínum, og í 4 ár hjá síra Gísla Sigurðssyni í Heydölum. Tekinn í Skálholtsskóla 1767, en veiktist af ígerð um jólaleytið 1770 og lá 40 fram á næsta sumar, hresstist, svo að hann komst í skólann um haustið, stúdent 20. maí 1773, varð s. á. djákn að Þykkvabæjarklaustri, en 1. sept. 1776 djákn í Odda, fekk Holtaþing 23. júní 1779, vígðist 13. dec. s. á. og hélt til æviloka, bjó í Guttormshaga. Var jafnan heilsuveikur (af tæringu), búmaður góður, merkur maður, en eigi við alþýðuskap, hagmæltur (sjá Lbs.). Ókv. og bl. (Vitæ ord.; HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.