Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Einarsson

(– – um 1618)

Prestur.

Foreldrar: Einar lögréttumaður Eiríksson á Hvanneyri og s.k. hans Bergljót Hallsdóttir sýslumanns í Hjörsey, Ólafssonar. Skráður í febr, 1586 í stúdentatölu í háskólanum í Rostock, hefir verið kirkjuprestur í Skálholti 1589–90, fengið Arnarbæli í fardögum 1590, Hvamm í Norðurárdal 1591, en Helgafell 1592 og hélt til æviloka, andaðist þar úr sárasótt.

Kona: Þuríður Jónsdóttir að Skarði á Landi, Eiríkssonar, „Torfasonar í Klofa.

Börn þeirra: Jón eldri að Lóni, Jón yngri í Hvalsnesi og að Álptavatni, Egill á Bláfeldi, Guðrún átti fyrr síra Erasmus Ormsson, síðar Guðmund Jónsson, Valgerður átti fyrst Ólaf Hannesson frá Hvammi í Kjós, Ólafssonar, þá Eyjólf Sigurðsson að Vatnsenda, síðan Þórð Árnason frá Narfeyri, Narfasonar, síðast Jón Ólafsson prests á Kvennabrekku, Brandssonar, Steinunn átti Þorleik Guðmundsson, Þorvaldssonar prests á Ferjubakka, Einarssonar, Þorgerður átti Guðmund, launson Þorleifs Bjarnasonar í Búðardal (JH. Prest.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.