Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Einarsson

(um 1639–24. mars 1717)

Sýslumaður.

Foreldrar: Einar sýslumaður Þorsteinsson að Felli í Mýrdal og kona hans Auðbjörg Filippusdóttir, Teitssonar. Er í Skálholtsskóla veturinn 1654–S5.

Varð lögréttumaður í Skaftafellsþingi 1677, tók hálft Þykkvabæjarklaustur 1684, sleppti því 1712, hélt það aftur 1714–17, fekk hálfa Skaftafellssýslu 10. febr. 1691, þ.e. vesturhlutann (ítrekuð veiting 19. maí 1702), en hafði verið settur frá 1689, og hélt til æviloka. Bjó fyrst í Holti í Mýrdal (frá 1663), síðan að Þykkvabæjarklaustri (frá því um 1684) og hafði jafnframt bú að Loptsölum í Mýrdal (um 1703), og þar andaðist hann. Hefir verið mikilmenni, að því er ráða er af eftirmælum um hann eftir síra Benedikt Jónsson í Bjarnanesi (í Lbs. 736, 8vo.).

Kona (1688). Steinvör (f. um 1658, d. 1716) Sveinsdóttir prests á Barði, Jónssonar; þau bl. Launbörn Ólafs: Jón (f. um 1682), Bergljót, d. í miklubólu; sjá og Sigurð sýslumann Stefánsson (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.