Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Einarsson

(um 1630–1. sept. 1704)

Prestur.

Foreldrar: Síra Einar Magnússon að Myrká og kona hans Helga Jónsdóttir prentara, Jónssonar.

Bjó á Steinsstöðum í Öxnadal 1665–6. Vígðist 10. okt. 1669 að Munkaþverárklaustri og hélt til æviloka, bjó á Laugalandi syðra.

Kona: Þóra Björnsdóttir á Bakka í Öxnadal, Hákonarsonar.

Börn þeirra: Helga fyrsta kona síra Þórarins Jónssonar í Nesi, Jón eldri (d. í miklubólu), Þorkatla (varð holdsveik), Jón yngri bjó í Öxnadal (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.