Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Einarsson

(um 1573–1651)

Prestur og skáld.

Foreldrar: Síra Einar skáld Sigurðsson í Heydölum og s. k. hans Ólöf Þórarinsdóttir. Lærði fyrst í Hólaskóla (frá 1586), en frá 1589 í Skálholtsskóla, fór utan 1594, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 26. okt. s. á., var þar 4 ár, var heyrari í Skálholti 1598–1600, en rektor þar 1600–8, fekk Kirkjubæ í Tungu 1608 og tók þá við Prestþjónustu þar, en var afhentur staðurinn árið 1609 og hélt til æviloka, var prófastur í Múlaþingi frá 1609 einnig til æviloka, blindur síðustu árin, er enn á lífi 22. ág. 1651. Hann Var talinn með lærðustu mönnum sinnar tíðar; hann var og höfuðskáld á þeirri tíð, og er pr. eftir hann: Árgali (í Litlu vísnabók 1757 og 1839), en fáeinir sálmar og andleg kvæði eru 37 pr. í Vísnabók 1612 og 1748, Litlu vísnabók 1757 og 1839, í sálmabókum 1619 og síðar og í Höfuðgreinabók 1772, en flest er varðveitt eftir hann í handritum (í Lbs. og erlendum söfnum). Mynd af honum, konu hans og börnum er í þjóðminjasafni.

Kona (um 1608): Kristín (lifði mann sinn) Stefánsdóttir prests í Odda, Gíslasonar.

Börn þeirra: Síra Eiríkur í Kirkjubæ, síra Stefán skáld í Vallanesi, Jón, Margrét átti síra Jón Gizurarson að Múla, Þorgerður, Kristín átti síra Guðmund Bjarnason á Grenjaðarstöðum, Guðný, Guðrún átti fyrr síra Eyjólf Bjarnason á Kolfreyjustað, síðar Kolbein Einarsson í Tungu í Fáskrúðsfirði, Helga, Margrét yngri; sumir telja og Þórdísi (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV–V; HbÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.