Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Einarsson

(1767–17. okt. 1837)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Einar Jónsson að Ási í Holtum (áður rektor í Skálholti) og kona hans Kristín Einarsdóttir. Ólst upp hjá síra Birni Þorgrímssyni síðast í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, var í Skálholtsskóla 1780–4, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent 30. sept. 1787, með góðum vitnisburði, var síðan hjá síra Birni, fóstra sínum, fór að búa að Kverná 1796, fluttist að Vatnabúðum um 1812, fór þaðan vorið 1815 að Húsum í Selárdal, en fluttist skömmu eftir, 1820, að Sveinseyri í Tálknafirði og andaðist þar. Hann mun aldrei hafa sókt um prestakall.

Kona (3. okt. 1792): Þóra (d. 9. júní 1836, 75 ára) Guðbrandsdóttir, Magnússonar prests í Garpsdal, Halldórssonar. Dætur þeirra: Rannveig átti Jón Sigurðsson á Sveinseyri, Kristín dó ung (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.