Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Einarsson

(1737–5. júní 1828)

Prestur,

Foreldrar: Einar verzlunarmaður Bjarnason á Vatneyri og kona hans Kristín Þorvarðsdóttir prests í Sauðlauksdal, Magnússonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1757, stúdent 23. maí 1761, átti 16. jan. 1762 barn með konu þeirri, er hann kvæntist síðar, fekk greiðlega uppreisn, enda fekk 38 hann ágætan vitnisburð hjá Finni byskupi, vígðist 20. maí 1766 aðstoðarprestur síra Gísla Jónssonar í Saurbæjarþingum, settist þá að fyrst að Litla Múla, en fluttist 1767 á nokkurn hluta Staðarhóls, fekk Skarðsþing 2. júní 1768, bjó að Ballará, varð prófastur í Dalasýslu 26. júlí 1781, fekk Álptamýri 18. ág. 1800, í skiptum við síra Eggert Jónsson, lét þar af prestskap vorið 1817, fekk 100 rd. eftirlaun frá 1. jan. s.á., fluttist þá að Ytra Hjarðardal í Önundarfirði og andaðist þar.

Var vel að sér og vel látinn.

Kona (17. okt. 1762): Anna (f. um 1730, d. 22. júlí 1804) Þórðardóttir í Norðtungu, Hákonarsonar.

Börn þeirra: Síra Þórður aðstoðarprestur í Skarðsþingum, Ástríður var alla stund með föður sínum, óg., Guðrún óg., Kristín átti Pálma Þorleifsson á Breiðabólstað í Sökkólfsdal, Jarþrúður átti fyrst Guðmund stúdent Pétursson í Bæ á Selströnd, átti síðan laundóttur með Jóni Arngrímssyni, varð síðast s. k. síra Erlends Hannessonar í Gufudal, Ingibjörg átti fyrr Magnús verzlunarstjóra Thorlacius (Þórðarson, Sighvatssonar) á Skutulsfjarðareyri (þau bl.), átti síðan laundóttur með kvæntum manni (Guðmundi Einarssyni), giftist síðast Bjarna formanni Bjarnasyni síðast að Gróhólum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.