Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Egilsson

(um 1632–9. dec. 1708)

Prestur.

Foreldrar: Síra Egill Ólafsson á Óslandi og síðari kona hans Guðrún nokkur Þorsteinsdóttir. 36 Vígðist 18. okt. 1657 að Hofsþingum, var "7. ág. 1674 settur fyrst um sinn til veturnátta að þjóna Viðvíkursókn, en frá 3. júní 1666 hafði síra Gunnar Björnsson þjónað Hofssókn, en síra Ólafur Miklabæjarsókn í Óslandshlíð, eftir samningi þeirra í milli, en eftir lát síra Gunnars tók síra Ólafur aftur við Hofssókn og hélt til æviloka (drukknaði á ferð), bjó fyrst í Miklabæ í Óslandshlíð nokkur ár, en síðan jafnan á Brúarlandi.

Kona 1: Hallfríður, laundóttir Jóns að Stafnshóli Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Síra Ólafur í Hvammi í Laxárdal, Guðrún átti Svein Jónsson á Úlfsstöðum í Blönduhlíð (bróður Steins byskups).

Kona 2: Solveig (f. um 1642, d. 1726) Þorsteinsdóttir lögréttumanns í Framnesi, Steingrímssonar.

Sonur þeirra: Magnús stúdent (HÞ.;: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.