Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Egilsson

(1564–1. mars 1639)

Prestur.

Foreldrar: Egill Einarsson á Snorrastöðum og Katrín Sigmundsdóttir byskups, Eyjólfssonar.

Hefir verið orðinn prestur fyrir 1592 (líkl. á Torfastöðum), fekk Ofanleiti um 1594, hertekinn af Algiermönnum (Tyrkjum) 1627, veitt lausn vegna elli, komst aftur til Íslands 1628, hlaut eftir það þriðjung prestatekna af báðum prestaköllum í Vestmannaeyjum, fekk Ofanleiti aftur 22. maí 1636 og hélt til æviloka. Hann hefir samið ferðasögu, pr. í Rv. 1852 (sjá Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi) og sst. 1906–9 (sjá Tyrkjaránið á Íslandi).

Kona 1: Helga Árnadóttir. Dóttir þeirra: Þorgerður (f. um 1592) s.k. síra Gísla Þorvarðssonar að Ofanleiti.

Kona 2: Ásta (d. um 1669) Þorsteinsdóttir prests að Mosfelli, Einarssonar; var hertekin með manni sínum og a. m. k. 2 börnum þeirra, sem ílentust í Algier, en hún kom aftur til landsins 1637. Af börnum þeirra varð hér einungis eftir: Helga átti Finn Guðmundsson í Snjallsteinshöfða (HÞ; PEÓI. Mm.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.