Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Davíðsson

(26. jan. 1862–6. sept. 1903)

Fræðimaður.

Foreldrar: Síra Davíð Guðmundsson að Hofi í Hörgárdal Og kona hans Sigríður Ólafsdóttir trésmiðs og skálds Briems á Grund í Eyjafirði.

Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1882, með 35 1. einkunn (94 st.). Lagði stund á náttúruvísindi í háskólanum í Kh., en tók ekki próf, jafnframt sinnti hann mjög þjóðlegum fræðum. Kom alfari til Íslands 1898 og var með föður sínum að Hofi, en oft á Möðruvöllum og kenndi þar í skólanum einn vetur a.m.k. Drukknaði í Hörgá, ókv. og bl. Ritstörf: Íslenzkar þjóðsögur, Rv. 1895 (2. pr. Rv. 1899); Skírnir, Kh. 1893. Sá um 1II.–IV. b. í Ísl. gátum, skemmtunum o. s. frv.; (með öðrum) Huld I–VI; Sunnanfari 1894–5; Ísl. þjóðsögur, Ak. 1935–9; Galdur og galdramál, Rv. 1940–3. Auk Auk þessa greinir í Naturen og Mennesket 1895, Zschr. des Vereins f. Volkskunde 1894, 1898 og 1903; Scottish review 1900; sjá og Andvari og Tímarit bmf.

Þýð.: P. Ervast: Framtíðartrúarbrögð, Ak. 1903 (Óðinn TIL).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.