Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Böðvarsson

(– – 12. maí 1650)

Prestur.

Foreldrar: Böðvar Einarsson (eyfirzkur) og Unnur (föðurnafns ekki getið) skólaþjónusta í Skálholti.

Er orðinn prestur 1608, líkl. aðstoðarprestur (virðist þá vera í Rangárþingi), fekk Torfastaði 34 1614 (eða 1613), komst þá þegar í deilu við Odd byskup Einarsson, vegna nýrrar skipanar byskups á útkirkjum hans, og vann það mál fyrir dómi fulltrúa konungs á alþingi 1618 (sjá Alþb. Ísl.), fekk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1622 (fremur en 1623) og hélt til æviloka, átti þar og deilur við ýmsa.

Gátur eru honum eignaðar í ÍB. 835, Svo.

Kona 1 (ónafngreind).

Börn þeirra: Síra Sigurður að Mosfelli í Mosfellssveit, Grímur bl., Ingvar bl., Jón eldri, Jón yngri, Gísli.

Kona 2: Guðríður Rafnsdóttir prests í Saurbæ, Þorvaldssonar, ekkja „ Björns Þórðarsonar (prests í Hjarðarholti, Brandssonar).

Börn þeirra síra Ólafs: Síra Rafn á Stað í Grindavík, Helga (óg. og bl.), Guðrún átti síra Einar Eiríksson í Stóra Dal undir Eyjafjöllum (JH. Prest.; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.