Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Brynjólfsson

(um 1713–22. sept. 1765)

Prestur.

Foreldrar: Síra Brynjólfur skáld Halldórsson í Kirkjubæ í Tungu og f.k. hans Ragnheiður Ólafsdóttir prests í Kirkjubæ, Ásmundssonar. Tekinn í Skálholtsskóla (í efra bekk) 1731, stúdent 1733. Fekk Kirkjubæ í sept. 1737 (eftir lát föður síns), vígðist 6. okt. s. á. og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann allgóðan vitnisburð. Var hneigður að sagnfræði og skáldmæltur (sjá Lbs.).

Kona (1740). Ragnheiður (f. um 1710, d. 1785) Þorgrímsdóttir prests að Hálsi í Fnjóskadal, Jónssonar.

Börn þeirra: Sigríður s. k. Péturs sýslumanns Þorsteinssonar, Ragnheiður s.k. síra Erlends Guðmundssonar í Hofteigi, Helga óg., síra Brynjólfur í Stöð, Þórunn s.k. síra Gísla Sigurðssonar í Heydölum, Ingibjörg átti Ingimund Jónsson í Garði í Ólafsfirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.