Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Brynjólfsson

(1777–20. maí 1813)

Læknir.

Foreldrar: Brynjólfur læknir Pétursson að Brekku í Fljótsdal og kona hans Guðrún Ólafsdóttir lögréttumanns, Björnssonar. Lærði 3 að mestu hjá föður sínum, stúdent úr heimaskóla frá Gísla rektor Thorlacius 1. sept. 1795, fór s. á. til Jóns landlæknis Sveinssonar, að læra læknisfræði og mun hafa tekið próf hjá honum, því að landlæknir nefnir hann examinatus chirurgiæ í bréfi 1802, en það sumar fór Ólafur til Kh. til að fullkomna sig í læknisfræði og var ungslæknir í Vestfjörðum, settist að í Bjarnarhöfn 1803, varð 3. apr. 1807 fjórðungslæknir í Austfjörðum, við uppgjöf föðþar veturinn 1802–3, en var þá, 1. okt. 1802, orðinn fjórður síns, fluttist þá að Brekku í Fljótsdal og andaðist þar úr gikt og magaveiki. Þókti heppinn læknir og mjög ótrauður til ferðalaga.

Kona 1: Kristín (f. um 1769, d. 10. okt. 1805 eftir að hafa alið andvana tvíbura) Hallgrímsdóttir læknis Bachmanns.

Kona 2 (12. ágúst 1809): Þóra (f. 4. júlí 1787, d. 5. sept. 1858) Björnsdóttir prests að Setbergi, Þorgrímssonar; áttu eina dóttur, sem dó rétt eftir skírnina. Þóra ekkja Ólafs læknis átti síðar síra Snorra Brynjólfsson í Heydölum (Lbs. 48, fol.; Tímar. bmf. XI; Lækn.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.