Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Brynjólfsson

(1708–1783)

Prestur.

Foreldrar: Brynjólfur lögréttumaður Ásmundsson að Ingjaldshóli og kona hans Vilborg Árnadóttir ÞPrests í Vestmannaeyjum, Kláussonar. Ólst upp hjá bróður sínum, síra Halldóri, síðar byskupi, og var síðan í þjónustu Jóns byskups Árnasonar, tekinn í Skálholtsskóla (í efra bekk) 1735, stúdent 29. apríl 1737, fekk Prestbakka í Hrútafirði í febr. 1739, vígðist 19. maí s.á., tók við staðnum 18. júní s.á., átti deilur við Einar sýslumann Magnússon, og féll málið á sýslumann (sjá alþb. 1745), fekk Garða á Akranesi 1745, fluttist þangað sama haust, en tók að fullu við staðnum 3. júní 1746, sagði þar af sér prestskap 19. júní 1781, frá Íardögum 1782, andaðist að Neðra Hreppi í Skorradal.

Fær góðan vitnisburð í skýrslum Harboes, var skáldmæltur (sjá Lbs.), söngfróður og hefir Samið rit í söngfræði, „Appendix, sem er stutt undirvísun um einfaldan söng“ (handrit í Lbs. 1566, 4to.) og guðfræðilegt rit („Nokkur lífgrös“), einnig í handriti í Lbs.

Kona (4. okt. 1739): Guðrún (d. 1771) Gísladóttir (bróðurdóttir Jóns byskups Árnasonar). Af dætrum þeirra komst upp: Þuríður átti fyrst 2 launbörn með Árna nokkurum, giftist síðan Guðna Björnssyni að Neðra Hreppi í Skorradal, síðar að Hurðarbaki í Reykholtsdal (Saga Ísl. VI; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.