Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Briem (Valdimarsson)

(5. okt. 1875–22. apr. 1930)

Prestur.

Foreldrar: Síra Valdimar skáld Briem að Stóra Núpi og kona hans Ólöf Jóhannsdóttir prests Briems að Hruna. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1891, stúdent 1897, með 2. einkunn (78 st.), próf úr prestaskóla 1900, með 1. einkunn (82 st.).

Vígðist 14. okt. 1900 aðstoðarmaður föður síns, fekk prestakallið eftir hann, 5. júní 1918, og hélt til æviloka.

Kona (8. júlí 1900): Katrín (f. 2. febr. 1879, d. 13. mars 1922) Helgadóttir í Birtingaholti, Magnússonar.

Börn þeirra: Valdimar stúdent (d. 1926), Jóhann Kristján stúdent, listmálari, Ólafur magister, Ólöf átti Jóhann Sigurðsson að Stóra Núpi (BjM. Guðfr.; Bjarmi, 24.árg.; Prestafél.rit, 12. árg.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.