Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ólafur Briem (Eggertsson)
(28. jan. 1851–19. maí 1925)
Umboðsmaður.
Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1865, stúdent 1870, með 1. einkunn (87 st.), var síðan skrifari föður síns. Bjó á Frostastöðum 1885–T, Álfgeirsvöllum 1887–1920. Fluttist 1920 til Rv. og varð aðstoðarmaður í fjármálaráðuneyti. Varð umboðsmaður Reynistaðarklausturs 31. jan. 1888 og hafði ýmis trúnaðarstörf á hendi innan héraðs og í landsþarfir (kosinn í skattamálanefnd 1907, skipaður í sparnaðarnefnd 1924). Formaður sambands ísl. samvinnufél. 1920–5. Þm. Skagf. 1886–1919.
Kona (1884): Halldóra Pétursdóttir á Álfgeirsvöllum, Pálmasonar.
Börn þeirra: Síra Þorsteinn í Görðum á Akranesi, Ingibjörg átti Björn lögmann Þórðarson í Rv., Kristín, Eggert búfr., Jóhanna, Sigríður (Alþmtal; Óðinn XXII; BB. Sýsl.; Samvinnan, 19. árg.).
Umboðsmaður.
Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1865, stúdent 1870, með 1. einkunn (87 st.), var síðan skrifari föður síns. Bjó á Frostastöðum 1885–T, Álfgeirsvöllum 1887–1920. Fluttist 1920 til Rv. og varð aðstoðarmaður í fjármálaráðuneyti. Varð umboðsmaður Reynistaðarklausturs 31. jan. 1888 og hafði ýmis trúnaðarstörf á hendi innan héraðs og í landsþarfir (kosinn í skattamálanefnd 1907, skipaður í sparnaðarnefnd 1924). Formaður sambands ísl. samvinnufél. 1920–5. Þm. Skagf. 1886–1919.
Kona (1884): Halldóra Pétursdóttir á Álfgeirsvöllum, Pálmasonar.
Börn þeirra: Síra Þorsteinn í Görðum á Akranesi, Ingibjörg átti Björn lögmann Þórðarson í Rv., Kristín, Eggert búfr., Jóhanna, Sigríður (Alþmtal; Óðinn XXII; BB. Sýsl.; Samvinnan, 19. árg.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.