Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Brandsson

(16. og 17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Brandur sýslumaður (MoldarBr.) Einarsson á Snorrastöðum og f.k. hans Halla Ólafsdóttir prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Kolbeinssonar. Fekk Kvennabrekku 1583, lét þar af prestskap 1626 og afhenti staðinn þá í farðögum.

Kona 1: Ingibjörg Guðmundsdóttir í Stóra „Skógi, Þorleifssonar.

Börn þeirra talin: Jón (bl.), Guðmundur bóndi á Harastöðum, Sigríður átti Bergþór Bjarnason á Jörfa í Haukadal, Halla átti Eirík Þormóðsson (bl.).

Kona 2: Þuríður (bl.).

Kona 3: Valgerður Stefánsdóttir prests að Undornfelli, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Síra Sigurður í Miðdalaþingum, Stefán drukknaði bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.