Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Björnsson

(um 1770– 19. apr. 1849)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Björn (d. 22. sept. 1805, 71 árs) Arason í Mjóadal í Bólstaðarhlíðarhreppi og kona hans Ingibjörg (d. 14. júlí 1816, 87 ára) Illugadóttir á Reykjum á Reykjabraut, Jónssonar. Bjó á Reykjum, Beinakeldu og Litlu Giljá. Vitsmunamaður og vel að sér, lögfróður og málafylgjumaður, Um daga hans voru róstur miklar og málaferli í Húnavatnssýslu. Kom hann þar mjög við sögu í sókn og vörn mála. „Mörgum þótti hann heldur djarffærinn í málum“ (Gísli Konráðsson í Húnvetningasögu). Léttlyndur og glettinn; ekki mikill búsýslumaður.

Kona: Gróa (d. 20. okt. 1830, 60 ára) Ólafsdóttir á Holtastöðum, Guðmundssonar. Dætur þeirra: Ósk átti Jón Jóhannesson á Beinakeldu, Ingibjörg átti síra Jón Jónsson í Otradal, Oddný átti Ólaf alþm. Jónsson á Sveinsstöðum í Þingi. (M.B.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.