Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Björnsson

(um 1758 –27. apríl 1819)

. Bóndi, skipasmiður, Foreldrar: Björn Þorsteinsson á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi og kona hans Sigríður Árnadóttir við Hellna, Guðmundssonar. Bóndi á Munaðarhóli í Neshreppi. Mikilhæfur maður; ágætur skipasmiður; smíðaði yfir stórt hundrað skipa. Kona: Ragnhildur (d. 25. júlí 1824, 71 árs) Andrésdóttir, Hallsteinssonar. Börn þeirra: Sigríður, Kjartan og Kristín.

Laundóttir Ólafs: Margrét; og fleiri launbörn er talið að hann hafi átt (PG. Ann.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.