Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Björnsson

(20. nóv. 1843–27. maí 1881)

Prestur.

Foreldrar: Björn Ólafsson í Egildarholti og kona hans Filippía Hannesdóttir prests og skálds á Ríp, Bjarnasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1865, stúdent 1872, með 2. einkunn (67 st.), próf úr prestaskóla 1874, með 2. einkunn lakari (33 st.).

Var hann studdur til náms af frændum sínum (svo sem föðurbróður sínum, síra Arnljóti Ólafssyni). Fekk Ríp 27. ágúst 1874, vígðist 30. s.m., Hof á Skagaströnd 11. dec. 1880, en kom þangað ekki. Var skáldmæltur, jafnan mjög heilsuveill. Ókv. og bl. (BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.