Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Björnsson

(14. jan. 1884–10. júní 1919)

Ritstjóri.

Foreldrar: Björn ritstjóri Jónsson og kona hans Elísabet Sveinsdóttir prests á Staðastað, Níelssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1896, stúdent 1902, 31 með 1. einkunn (98 st.), tók próf í hagfræði í háskólanum í Kh. 22. júní 1909, með 2. einkunn lakari (140 st.). Var síðan ritstjóri Ísafoldar til æviloka. Ritstörf ella: Styrktarsjóður verzlunarmanna, Rv. 1917. Sá um: Bæjarskrá Reykjavíkur, Rv. 1913 og 1917–18; Minningarrit um Björn Jónsson, Rv. 1913; þýð.: O.S. Marden: Áfram, Rv. 1922.

Kona: Borghildur Pétursdóttir kaupmanns í Bíldudal og víðar, Thorsteinsson.

Börn þeirra: Björn fiðluleikari, Pétur hagfræðingur, Elísabet átti Hilmar lögfræðing Thors, Katrín átti austurrískan tónlistarkennara, Dr. Franz Mixa (KlJ. Lögfr. og blöð samtímis láti hans).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.