Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Björnsson

(14. febr. 1865 – 1. nóv. 1950)

. Bóndi.

Foreldrar: Björn (d. 7. febr. 1873, 51 árs) Ólafsson í Finnstungu (á Auðólfsstöðum, Björnssonar sst., Guðmundssonar Skagakóngs) og kona hans Anna Lilja (d. 12. janúar 1888, 62 ára) Jóhannsdóttir á Þorbrandsstöðum, Jónssonar (á Brúnastöðum í Fljótum, Jónssonar). Ólst upp með móður sinni. Fór ungur í vist og var á ýmsum stöðum. Gagnfræðingur á Möðruvöllum 1892. Bjó fyrst á Spákonufelli og síðan á Hofi á Skagaströnd, en á Árbakka frá 1911; gerði þar miklar jarða- og húsabætur. Atkvæðamaður, einbeittur og stjórnsamur. Mjög riðinn við öll félagsmál í sveit sinni. Átti sæti í hreppsnefnd Vindhælishrepps lengstum frá 1901–38; oddviti í 21 ár alls. Var helzti hvatamaður að stofnun Verzlunarfélags Vindhælishrepps 1907 og formaður og framkv.stjóri þess þrjú fyrstu árin; í stjórn þess lengst af til 1935.

Lengi í stjórn búnaðarfélags; oft fulltrúi á fundum S.Í.S.

Kona (18. júlí 1895): Sigurlaug (f. 16. dec. 1876) Sigurðardóttir á Frostastöðum, Sigurðssonar (á Hellu í Blönduhlíð, Jónssonar). Börn þeirra: Björn búfræðingur (f, 1897, d. 1931), Björg átti Guðmund Guðlaugsson á Árbakka (M.B.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.