Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Bjarnarson

(– – 2. sept. 1354)

Hirðstjóri. Faðir: Björn Sighvatsson riddara að Keldum, Hálfdanarsonar. Bjó að Keldum (SD.). Hefir haft hirðstjórn 1350 „um allt land og sýslu fyrir austan Þjórsá og um alla Austfjörðu“. Átti deilur við Gyrð byskup. Týndist á skipi í Jórsalaför.

Börn hans: Björn í Hvalsnesi, Þórdís(?) átti Guðmund sýslum. Snorrason lögmanns, Narfasonar (Ísl. Ann.; Ob. Isl.; Dipl. Isl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.