Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Bagge (Jansson)

(16. og 17. öld)

Fógeti. Talinn danskrar ættar. Hefir haldið Árnesþing líkl. um 1568–9, aftur um 1574–80 eða svo, hefir verið fógeti eða umboðsmaður hirðstjóra á Bessastöðum 1569, aftur 1579 og líkl. oftar í viðlögum, t. d. 1599. Fór 1579 utan með bænarskrá alþingis vegna harðæris. Bjó í Nesi við Seltjörn fram að 1600. Fór um það bil utan og gerðist kaupmaður í Málmhaugum, kom síðan aftur til landsins og er enn á lífi 1619 á Vífilsstöðum.

Kona: Ingiríður Marteinsdóttir byskups, Einarssonar; þau talin bl. Dóttir hans (og þá líkl. laungetin): Elísabet átti síra Orm Þorvarðsson á Reynivöllum (Safn II; Alþb. Ísl; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.