Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Arinbjarnarson

(17. ág. 1869–5. ág. 1913)

Verzlunarstjóri.

Foreldrar: Arinbjörn Ólafsson í Tjarnarkoti í Njarðvíkum og kona hans Kristín Björnsdóttir Bechs.

Tók próf úr Flensborgarskóla 1886, nam síðan í veræzlunarskóla, sem þá var í Rv. og var jafnframt verzlunarmaður þar, var í þjónustu Brydesverzlunar frá 1899, verzlunarstjóri hennar í Borgarnesi frá 1906 og í Vestmannaeyjum frá 1911. Vel metinn maður.

Kona (19. sept. 1893): Sigríður Eyþórsdóttir kaupmanns Felixsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Svanhvít f. k. Jóhanns Þ. alþingism. Jósepssonar, Arinbjörn sýsluskrifari í Vestmannaeyjum, Kristín, Ólafur (dó uppkominn), Jóhann Gunnar bæjarfógeti á Ísafirði, Kristinn fulltrúi bæjarfógeta í Hafnarfirði (Óðinn XI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.