Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Þorsteinn) Halldórsson

(15, maí 1855–16. apríl 1930)

Skrifstofustjóri.

Foreldrar: Síra Halldór Jónsson að Hofi í Vopnafirði og f.k. hans Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir dómkirkjuprests, Oddssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1872, stúdent 1877, með 1. einkunn (84 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 2. júní 1882, með 1. einkunn (95 st.). Varð aðstoðarmaður í hinni íslenzku stjórndeild í Kh. 28. febr. 1883, skrifstofustjóri þar 20. maí 1889, fekk lausn 27. jan. 1904, stýrði síðan afgreiðslu skrifstofu stjórnarráðsins í Kh., lét af því starfi vegna vanheilsu (geðbilunar) 1. nóv. 1909. R. af dbr. 12. sept. 1894, dbrm. 12. ág. 1902, konferenzráð 27. jan. 1904. Forseti Kaupmannahafnardeildar hins ísl. bmf. 1885–1904, heiðursfélagi þar.

Sá um: Lovsaml. for Isl. 1887–9, Jónsbók, Kh. 1904. Greinir eftir hann eru í Eimreið og Hospitalstidende. Var ókv. og bl. (Skýrslur; Tímar. bmf. 1882; KIJ. Lögfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.