Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Sívertsen) Guðmundsson

(4. dec. 1861–16. mars 1906)

Læknir.

Foreldrar: Síra Guðmundur Einarsson á Breiðabólstað á Skógarströnd og kona hans Katrín Ólafsdóttir prests Sívertsens í Flatey.

Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1876, stúdent 1881, með 2. einkunn (76 st.), próf úr læknaskóla 1. júlí 1885, með 1. einkunn (98 st.). Var í spítölum í Kh. 1885–6. Settur 26. maí 1886 aukalæknir í 3. læknishéraði (Akranesi), varð héraðslæknir í Rangárþingi 2. júní 1890, bjó að Stórólfshvoli, fekk lausn 19. júlí 1905. Var hagMæltur, gleðimaður og ástsæll.

Kona (28. ág. 1885): Margrét (Björg M.) (f.2. júní 1857, d. 20. febr. 1922) Magnúsdóttir umboðsmanns Ólsens á Þingeyrum; þau áttu 1 barn, sem dó ungt (Skýrslur; Óðinn XVIII; Lækn.; o, fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.