Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Stefán) Thorarensen (Stefánsson)

(6. okt. 1794–10. júní 1870)

Læknir.

Foreldrar: Stefán amtmaður Þórarinsson 85 og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns, Schevings. Tekinn í Bessastaðaskóla 1810, stúdent 1813, með heldur góðum vitnisburði, tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh., með 2. einkunn, próf í læknisfræði þar 1819, með 2. einkunn. Var sendur til Vestmannaeyja 1821, til rannsókna um ginklofann. Bjó síðar að Hofi í Hörgárdal, stundaði lækningar, en settist aldrei í embætti, en stundum settur læknir í austurhéraði Norðuramts.

Kona (27. sept. 1824): Halldóra (f. 6. nóv. 1806, d. 8. júní 1875) Þorláksdóttir að Skriðu í Hörgárdal, Hallgrímssonar.

Börn þeirra: Lárus hreppstjóri að Hofi, Stefán trésmiður í Langahlíð, Þorlákur stúdent, Ragnheiður átti Jóhannes barnaskólastjóra Halldórsson á Akureyri, Margrét átti síra Þórð Þórðarson síðast í Reykholti (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.