Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Sigtryggur) Þorgeirsson

(16. sept. 1864–19. febr. 1937)

Prentari.

Foreldrar: Þorgeir gullsmiður Guðmundsson á Akureyri og kona hans Sigríður Ólafsdóttir. Nam ungur prentlist á Akureyri og stundaði þar síðan. Fór til Wp. og stundaði þar sama starf lengi og eignaðist þar sjálfur prentverk (1905). Tók mjög þátt í félagsmálum, hvarvetna vel metinn. Stofnaði Almanak, sem við hann er kennt og stýrði því til æviloka; er það merkt vegna safns þess um sögu Íslendinga vestra. Sinnti og annarri bókagerð. Varð umboðsmaður Danastjórnar í Wp. 1914, en sagði af sér 1924 og varð þá r. af dbr.

Kona (1888): Jakobína Guðrún Jakobsdóttir í Rauf á Tjörnesi, Oddssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Geir og Ólafur Sigtryggur (tóku við prentverki og bókagerð föður síns), Karólína, átti Jón Sveinsson (Swanson) í St. Boniface, Jakobína átti Jón Davíðsson í Wp., Ragnheiður skrifstofumær (Alm. Ól. Þorg. 1938).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.